Fótboltastríð Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. júlí 2019 09:00 Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun