Fótboltastríð Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. júlí 2019 09:00 Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar