Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg segir að sjóferðin á skútunni yfir Atlantshafið verið lengi í minnum höfð. AP/David Keyton Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50
Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43