Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:00 Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búðunum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. Nordicphotos/Getty Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira