„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 14:03 Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. Vísir/Ernir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“ Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það yrði „ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks. Ögmundur, sem er yfirlýstur hernaðarandstæðingur, birti pistil á vefsvæði sínu í gær þar sem hann sagði almenna þjóðaröryggisstefnu hvorki duga til að réttlæta „umfangsmikla hernaðaruppbyggingu hér á landi“ né að „stríðsglæpamönnum sé heimilað að hreiðra um sig í landinu að nýju“. Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánar: Bandaríski herinn og NATO áætla samtals 14 milljarða í framkvæmdir á ÍslandiBandaríkjaher hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórÞá áformar Bandaríkjaher sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir næsta ár. Stækka á flughlað innan öryggissvæðisins, reisa á færanlegar gistieiningar og færa flughlað fyrir hættulegan farm. Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjaher standa þá fyrir endurbótum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli til þess að stórar kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers komist þar inn. Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn inni á varnarsvæðinu. Ögmundur biðlar til VG að grípa í taumana. „Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur.“ Hann gagnrýnir viðbrögð VG. „Þar á bæ er hamrað á því að allt sé þetta öðrum að kenna. VG fái ekki neitt við ráðið, sé fórnarlamb.“
Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Bandaríkjaher ætlar í milljarðaframkvæmdir á Íslandi Bandaríkjaher áformar að sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. 21. júní 2019 20:22
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Framkvæmdir á Íslandi sagðar liður í uppsetningu færanlegrar herstöðvar Alþingi samþykkti á dögunum að 300 milljónum króna verði varið í viðhald mannvirkja NATO á Íslandi. 22. júní 2019 15:02
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06