Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:30 Reglur um 30 daga frystingu kjöts gera innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á eins mánaðar tímabili, að sögn forstjóra Innnes. Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi. Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum til að bregðast við skorti á hryggjum í verslunum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, segir skortinn tilkominn vegna þess að innlendar afurðarstöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda á niðursettu verði í stað þess að bjóða íslenskum neytendum vöruna. Hann segir stjórnvöld bregðast seint við. „Þegar til kemur þá er tímabilið sem tollarnir eru felldir niður einungis fjórar vikur, frá 29. júlí til 30. ágúst. Þar sem það er 30 daga frystiskylda á innfluttu kjöti þá er mjög erfitt að finna birgja sem á frosið lambakjöt til. Þar sem innflutningsverslunin hefur í litlum sem engum mæli verið að flytja inn lambakjöt er mjög snúið að verða við þessu. Mér finnst mjög ámælisvert að þessi staða sé komin upp og íslenskir neytendur skuli vera hafðir í þriðja og fjórða sæti.“ Magnús Óli er líka forstjóri heildverslunarinnar Innnes. Hann segir til skoðunar að flytja inn erlent kjöt, þótt tímaramminn sé stuttur. Erfitt geti verið að ná sambandi við erlenda birgja vegna sumarleyfa. Magnús Óli segir að horft sé til innflutnings lambakjöts frá Nýja-Sjálandi, Spáni og Frakklandi.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira