Gera líkamann að yfirlýsingu Sólrún Freyja Sen skrifar 25. júlí 2019 09:00 Tilgangurinn með varningnum er að styðja við málstað Druslugöngunnar og veita styrk til þolenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira