Viðvörunarljós Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland í mannréttindaráði SÞ Kolbrún Bergþórsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar