Fósturmissir Teitur Guðmundsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun