Náttúruperla sem ekki varð námusvæði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 25. júlí 2019 09:00 Í Loðmundarskriðum er aragrúi af tjörnum og mikill gróður og fuglalíf. Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira