Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 14:09 Facebook gerði notendum sínum ekki ljóst að þegar þeir gáfu upp símanúmer fyrir innskráningu væru þeir einnig að gangast undir að númerið væri notað í auglýsingaskyni. Vísir/EPA Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00