Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. júlí 2019 20:30 Hjónin Reynir Guðmundsson og Sigríður Lárusdóttir segja biðina erfiða fyrir fjölskylduna. Stöð 2 Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira