Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2019 17:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. Það hafi verið gert vegna ljósboga sem myndaðist innan í einu kerinu, en starfsfólk álversins hafi aldrei áður séð viðlíka ljósboga. Enginn hafi þó verið að vinna við umrætt ker og því ekki mikil hætta á ferðum.Slökkva þurfti á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, segir að ákvörðunin um að slökkva á kerinu eigi sér langan aðdraganda. Skortur hafi verið á því súráli sem álverið reiðir sig alla jafna á og fyrir vikið hafi þau að undanförnu þurft að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum,“ eins og Rannveig kemst að orði. Það hafi haft þau áhrif að kerin hafa orðið „veik,“ þ.e.a.s. að þau gangi ekki eins vel og þau eru vön. Um liðna helgi hafi þetta svo orðið til þess að ljósbogi myndaðist inni í einu kerinu.„Við gangsetjum skálann og sjáum að þetta geti gerst annars staðar og ég tek því þá ákvörðun að taka allan skálann út og hætta að reka hann, því hann var ekki í lagi lengur,“ segir Rannveig. Hún undirstrikar að ljósboginn hafi myndast inni í kerinu, en ekki á milli kersins og einhvers annars. Sjálfvirkur ljósbogavarnarbúnaður hafi slegið út rafmagni til kersins á örfáum sekúndubrotum. Rannveig segir að enginn hafi verið að vinna við kerið þegar ljósboginn myndaðist og því ekki mikil hætta á ferðum í þessu tifelli. „En við höfum ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður. Þannig að við tókum ekki áhættu á neinum öryggismálum,“ segir forstjórinn. Rannveig segir að þrátt fyrir að sama, óvenjulega súrál sé í notkun í öðrum kerjum skálans sé ekki talin mikin hætta á að sambærilegar aðstæður myndist aftur. Önnur ker sem eru „veik“ séu aukinheldur „á batavegi.“ Aðspurð um hversu langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang vísar Rannveig til bilunar sem varð í skálanum árið 2006. Þá hafi tekið 10 vikur að ná fullri framleiðslu aftur, en þá hafi þó verið örlítið aðrar aðstæður uppi og skálinn betur búinn til endurræsingar en í þessu tilfelli. Það sé því ekki hægt að segja á þessu stigi hveru langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang. Rannveig segir ljóst að fjárhagslegt tjón verður nokkuð, öryggismálin séu þó ofar öllu. Hún treystir sér ekki til að áætla hver fjárhagslegt tjón verður - „við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni,“ segir Rannveig en viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér að ofan. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. Það hafi verið gert vegna ljósboga sem myndaðist innan í einu kerinu, en starfsfólk álversins hafi aldrei áður séð viðlíka ljósboga. Enginn hafi þó verið að vinna við umrætt ker og því ekki mikil hætta á ferðum.Slökkva þurfti á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, segir að ákvörðunin um að slökkva á kerinu eigi sér langan aðdraganda. Skortur hafi verið á því súráli sem álverið reiðir sig alla jafna á og fyrir vikið hafi þau að undanförnu þurft að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum,“ eins og Rannveig kemst að orði. Það hafi haft þau áhrif að kerin hafa orðið „veik,“ þ.e.a.s. að þau gangi ekki eins vel og þau eru vön. Um liðna helgi hafi þetta svo orðið til þess að ljósbogi myndaðist inni í einu kerinu.„Við gangsetjum skálann og sjáum að þetta geti gerst annars staðar og ég tek því þá ákvörðun að taka allan skálann út og hætta að reka hann, því hann var ekki í lagi lengur,“ segir Rannveig. Hún undirstrikar að ljósboginn hafi myndast inni í kerinu, en ekki á milli kersins og einhvers annars. Sjálfvirkur ljósbogavarnarbúnaður hafi slegið út rafmagni til kersins á örfáum sekúndubrotum. Rannveig segir að enginn hafi verið að vinna við kerið þegar ljósboginn myndaðist og því ekki mikil hætta á ferðum í þessu tifelli. „En við höfum ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður. Þannig að við tókum ekki áhættu á neinum öryggismálum,“ segir forstjórinn. Rannveig segir að þrátt fyrir að sama, óvenjulega súrál sé í notkun í öðrum kerjum skálans sé ekki talin mikin hætta á að sambærilegar aðstæður myndist aftur. Önnur ker sem eru „veik“ séu aukinheldur „á batavegi.“ Aðspurð um hversu langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang vísar Rannveig til bilunar sem varð í skálanum árið 2006. Þá hafi tekið 10 vikur að ná fullri framleiðslu aftur, en þá hafi þó verið örlítið aðrar aðstæður uppi og skálinn betur búinn til endurræsingar en í þessu tilfelli. Það sé því ekki hægt að segja á þessu stigi hveru langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang. Rannveig segir ljóst að fjárhagslegt tjón verður nokkuð, öryggismálin séu þó ofar öllu. Hún treystir sér ekki til að áætla hver fjárhagslegt tjón verður - „við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni,“ segir Rannveig en viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér að ofan.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45