Skildu hundruð barna frá foreldrum sínum þrátt fyrir lögbann Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 12:36 Mæðgin bíða eftir að sæka um hæli í Bandaríkjunum í Tijuana. Þrátt fyrir lögbann hefur ríkisstjórn Trump forseta haldið áfram að skilja börn að frá foreldrum sínum. AP/Gregory Bull Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur skilið fleiri en níu hundruð börn frá fjölskyldum sínum á landamærunum að Mexíkó frá því dómari skipaði henni að afnema aðskilnaðarstefnuna fyrir um ári. Í sumum tilfellum gefa yfirvöld upp smávægilegar ástæður til að taka börn af foreldrum sínum. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) lögðu fram ný skjöl sem þau fengu frá dómsmálaráðuneytinu í dómsmáli gegn alríkisstjórninni í gær. Samkvæmt þeim hafa 911 börn verið skilin frá fjölskyldum sínum síðasta árið. Yfirvöld hafi notað átyllur eins og að ekki hafi verið skipt um bleyju á börnum eða umferðarsektir foreldranna til að stía fjölskyldum í sundur. Fjölskylduaðskilnaðarstefna Trump vakti mikla reiði og fordæmingu þegar í ljós kom að á þriðja þúsund börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum og forráðamönnum síðasta sumar. Sökum skipulagsleysis alríkisstjórnarinnar hefur enn ekki tekist að koma öllum börnunum aftur til fjölskyldna sinna. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að Barack Obama, forveri hans í embætti, hafi komið stefnunni á. Í raun og veru var það þó ákvörðun dómsmálaráðuneytis hans um að handtaka alla þá sem koma ólöglega til Bandaríkjanna og halda þeim þar til dómstólar afgreiða mál þeirra sem varð til þess að fjölskyldum var sundrað. Sama dag og Trump ákvað að leggja stefnuna að skipaði dómari í Kaliforníu ríkisstjórn hans að hætta aðskilnaðinum með þeirri einu undantekningu foreldrarnir ógnuðu öryggi eða velferð barna sinna.Börn sofa á dýnu á gólfi innflytjendaskýlis í Mexíkó.AP/Marco UgarteBlaut bleyja og talmein föður leiddu til aðskilnaðarNew York Times segir að úr gögnunum sem ACLU lagði fram megi ráða að yfirvöld hafi stíað fjölskyldunum í sundur oftar undanfarna mánuði. Að nafninu til sé það gert til að gæta velferðar barnanna en í mörgum tilfellum sé ástæðan minniháttar brot foreldranna eins og búðarhnupl eða ölvun á almannafæri. Samtökin krefjast þess að skýrt verði undir hvaða kringumstæðum börn séu tekin af foreldrum sínum og að það verði aðeins gert þar sem skýrar vísbendingar séu um að börnunum stafi raunveruleg hætta af foreldrum sínum eða foreldrið sé vanhæft til að annast barn. Saka þau stjórnvöld um að fara í kringum lögbannið við aðskilnaði fjölskyldna með því að látast gæta velferðar barnanna. Þau nefna dæmi þar sem eins árs gamalt barn var tekið af föður þess eftir að vörður í landamýraskýli gagnrýndi hann fyrir að láta það sofa með blauta beyju og kallaði hann slæman föður. Fjögurra ára gamall drengur var tekinn af föður sínum þar sem talmein föðurins þýddi að hann gat ekki svarað spurningum yfirvalda þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hann væri raunverulegur faðir drengsins. Um fimmtungur barnanna sem hafa verið tekin af fjölskyldu sinni eru yngri en fimm ára, að sögn AP-fréttastofunnar. Flestir foreldarnir fengu ekki að vita hvar börnin þeirra væru í fleiri vikur. Sumir þeirra vissu ekki hvers vegna börnin hefðu verið tekin af þeim. Börnin voru að meðaltali í haldi alríkisstjórnarinnar í 68 daga. Fjögur börn hafi verið fjarri fjölskyldu sinni í meira en 300 daga. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur skilið fleiri en níu hundruð börn frá fjölskyldum sínum á landamærunum að Mexíkó frá því dómari skipaði henni að afnema aðskilnaðarstefnuna fyrir um ári. Í sumum tilfellum gefa yfirvöld upp smávægilegar ástæður til að taka börn af foreldrum sínum. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) lögðu fram ný skjöl sem þau fengu frá dómsmálaráðuneytinu í dómsmáli gegn alríkisstjórninni í gær. Samkvæmt þeim hafa 911 börn verið skilin frá fjölskyldum sínum síðasta árið. Yfirvöld hafi notað átyllur eins og að ekki hafi verið skipt um bleyju á börnum eða umferðarsektir foreldranna til að stía fjölskyldum í sundur. Fjölskylduaðskilnaðarstefna Trump vakti mikla reiði og fordæmingu þegar í ljós kom að á þriðja þúsund börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum og forráðamönnum síðasta sumar. Sökum skipulagsleysis alríkisstjórnarinnar hefur enn ekki tekist að koma öllum börnunum aftur til fjölskyldna sinna. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að Barack Obama, forveri hans í embætti, hafi komið stefnunni á. Í raun og veru var það þó ákvörðun dómsmálaráðuneytis hans um að handtaka alla þá sem koma ólöglega til Bandaríkjanna og halda þeim þar til dómstólar afgreiða mál þeirra sem varð til þess að fjölskyldum var sundrað. Sama dag og Trump ákvað að leggja stefnuna að skipaði dómari í Kaliforníu ríkisstjórn hans að hætta aðskilnaðinum með þeirri einu undantekningu foreldrarnir ógnuðu öryggi eða velferð barna sinna.Börn sofa á dýnu á gólfi innflytjendaskýlis í Mexíkó.AP/Marco UgarteBlaut bleyja og talmein föður leiddu til aðskilnaðarNew York Times segir að úr gögnunum sem ACLU lagði fram megi ráða að yfirvöld hafi stíað fjölskyldunum í sundur oftar undanfarna mánuði. Að nafninu til sé það gert til að gæta velferðar barnanna en í mörgum tilfellum sé ástæðan minniháttar brot foreldranna eins og búðarhnupl eða ölvun á almannafæri. Samtökin krefjast þess að skýrt verði undir hvaða kringumstæðum börn séu tekin af foreldrum sínum og að það verði aðeins gert þar sem skýrar vísbendingar séu um að börnunum stafi raunveruleg hætta af foreldrum sínum eða foreldrið sé vanhæft til að annast barn. Saka þau stjórnvöld um að fara í kringum lögbannið við aðskilnaði fjölskyldna með því að látast gæta velferðar barnanna. Þau nefna dæmi þar sem eins árs gamalt barn var tekið af föður þess eftir að vörður í landamýraskýli gagnrýndi hann fyrir að láta það sofa með blauta beyju og kallaði hann slæman föður. Fjögurra ára gamall drengur var tekinn af föður sínum þar sem talmein föðurins þýddi að hann gat ekki svarað spurningum yfirvalda þrátt fyrir að vísbendingar væru um að hann væri raunverulegur faðir drengsins. Um fimmtungur barnanna sem hafa verið tekin af fjölskyldu sinni eru yngri en fimm ára, að sögn AP-fréttastofunnar. Flestir foreldarnir fengu ekki að vita hvar börnin þeirra væru í fleiri vikur. Sumir þeirra vissu ekki hvers vegna börnin hefðu verið tekin af þeim. Börnin voru að meðaltali í haldi alríkisstjórnarinnar í 68 daga. Fjögur börn hafi verið fjarri fjölskyldu sinni í meira en 300 daga.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Sérfræðingar segja að börn sem eru vistuð í skýlum mörg saman verði fyrir andlegum skaða. Hundruðum þeirra hefur verið haldið í yfirfullum skýlum bandarískra landamærayfirvalda, stundum í meira en viku. 31. maí 2019 10:31