Tískusýning Victoria´s Secret fer ekki fram í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 09:17 Shanina Shaik á sýningu Victoria's Secret í desember 2018. getty/Taylor Hill Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“ Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“
Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira