Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. Fréttablaðið/ERNIR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira