Segir útlit fyrir eindæmagott berjasumar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Bláber og aðalbláber í Reykhólasveit eru komin nokkuð vel á veg. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir „Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
„Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira