Puma bauð nítján ára strák 1,8 milljarða á ári fyrir skósamning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 17:30 Augu manna verða á Zion Williamson á komandi NBA-tímabili. Getty/Cassy Athena Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira