Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:34 Elínborg Harpa Önundardóttir. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33