Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar.
Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn.
Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987.
Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela.
Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli.
Stofnandi Jysk látinn
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent


Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent
