Mikil sorg ríkir í Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Fórnarlamb árásarinnar á spítala. Mynd/AFP „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38