Áföll eru ekki alltaf skyndilegir atburðir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Sara segir fólk oft ekki átta sig á því hvaða atvik eða reynsla valdi því að fólk upplifi vanlíðan. Fréttablaðið/Valli Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira