Tekjur.is höfðu engin áhrif á útgáfu tekjublaðs Frjálsrar verslunar Andri Eysteinsson skrifar 16. ágúst 2019 14:38 Forsíða tekjublaðs Frjálsrar verslunar, sem kemur út á þriðjudag. Mynd/Myllusetur Tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem útlistaðar verða tekjur tekjuhæstu Íslendinganna, kemur út þriðjudaginn næsta, 20. ágúst en gögn frá ríkisskattstjóra verða birt degi áður 19. ágúst. Útgefandinn Myllusetur, sem einnig gefur út Viðskiptablaðið, keypti Frjálsa verslun 2017 og stendur því fyrir útgáfunni. Samdægurs mun annað tekjublað, tekjublað DV, koma út. Í blaðinu, sem kemur út árlega, verða tekjur 3.725 Íslendinga birtar. Venju samkvæmt verður einstaklingum flokkað eftir starfsstéttum og að sögn Trausta Hafliðasonar, ritstjóra Viðskiptablaðsins verður bætt við nýjum flokkum í tölublaði ársins. Iðulega hefur Tekjublaðið komið út fyrr á árinu en skömmu fyrir fyrirhugaða útgáfu blaðsins 1. júní síðastliðinn var útgáfu álagningarskráa frestað til 19. ágúst. Breytingar hafa verið gerðar á gögnum sem birtast í álagningarskrá en Trausti sér ekki fram á að breytingarnar muni hafa mikil áhrif á útgáfu blaðsins. Undir lok síðasta árs skapaðist mikil umtal um vefsíðuna Tekjur.is sem bauð upp á aðgang að upplýsingum um tekjur Íslendinga, gegn greiðslu, unnum upp úr skattskýrslum. Vefnum var hleypt af stokkunum í október en í lok nóvember tilkynnti Persónuvernd stjórnendum vefsíðunnar að birting þeirra á tekjum upp úr skattskrám væri óheimil. Var síðunni í kjölfarið lokað. Aðspurður segir Trausti að umtalið og úrskurðirnir í kringum vefsíðuna Tekjur.is hafi engin áhrif haft á tekjublað Frjálsrar Verslunar sem kemur út næsta þriðjudag. Persónuvernd vísaði í fyrra frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV árið 2017. Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuverndar. Fjölmiðlar Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Samfélagið vill að Steindi starfi í banka Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks. 8. júní 2018 07:00 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem útlistaðar verða tekjur tekjuhæstu Íslendinganna, kemur út þriðjudaginn næsta, 20. ágúst en gögn frá ríkisskattstjóra verða birt degi áður 19. ágúst. Útgefandinn Myllusetur, sem einnig gefur út Viðskiptablaðið, keypti Frjálsa verslun 2017 og stendur því fyrir útgáfunni. Samdægurs mun annað tekjublað, tekjublað DV, koma út. Í blaðinu, sem kemur út árlega, verða tekjur 3.725 Íslendinga birtar. Venju samkvæmt verður einstaklingum flokkað eftir starfsstéttum og að sögn Trausta Hafliðasonar, ritstjóra Viðskiptablaðsins verður bætt við nýjum flokkum í tölublaði ársins. Iðulega hefur Tekjublaðið komið út fyrr á árinu en skömmu fyrir fyrirhugaða útgáfu blaðsins 1. júní síðastliðinn var útgáfu álagningarskráa frestað til 19. ágúst. Breytingar hafa verið gerðar á gögnum sem birtast í álagningarskrá en Trausti sér ekki fram á að breytingarnar muni hafa mikil áhrif á útgáfu blaðsins. Undir lok síðasta árs skapaðist mikil umtal um vefsíðuna Tekjur.is sem bauð upp á aðgang að upplýsingum um tekjur Íslendinga, gegn greiðslu, unnum upp úr skattskýrslum. Vefnum var hleypt af stokkunum í október en í lok nóvember tilkynnti Persónuvernd stjórnendum vefsíðunnar að birting þeirra á tekjum upp úr skattskrám væri óheimil. Var síðunni í kjölfarið lokað. Aðspurður segir Trausti að umtalið og úrskurðirnir í kringum vefsíðuna Tekjur.is hafi engin áhrif haft á tekjublað Frjálsrar Verslunar sem kemur út næsta þriðjudag. Persónuvernd vísaði í fyrra frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV árið 2017. Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuverndar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Samfélagið vill að Steindi starfi í banka Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks. 8. júní 2018 07:00 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Samfélagið vill að Steindi starfi í banka Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks. 8. júní 2018 07:00
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. 26. október 2018 13:30