Segir ástæðulaust að örvænta Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Jakob Einar Jakobsson hjá veitinganefnd SAF. Fréttablaðið/Eyþór. „Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03