Fótsporin okkar Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vinnumarkaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun