Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Ellen Calmon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun