Fiskeldi og sportveiði Sigurður Pétursson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar