Falsfréttir aftur komnar á kreik Ari Brynjólfsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Falsfréttunum sem um ræðir fylgja iðulega þekkt andlit. Skjáskot Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00