KR-ingar hafa ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 13:00 Óskar Örn Hauksson lætur vaða á markið í Kaplakrika. Vísir/Daníel Karlalið KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og heimsækir FH í kvöld þar sem í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum. KR-ingar hafa farið Manchester City leiðina í bikarnum í sumar. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deildinni, ellefu stigum á undan FH-liðinu en FH fékk hins vegar þremur stigum meira en KR í síðustu umferð. KR vann aftur á móti deildarleik liðanna á sama stað í júní. KR-ingar hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnina hingað til í sumar því liðið hefur aðeins mætt liðum úr Inkasso-deildinni og úr 2. deildinni. Eins og Manchester City í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð hefur ekki reynt mikið á Vesturbæinga hingað til en það breytist allt í kvöld. KR-ingar þurfa þá að gera það sem þeim hefur ekki tekist í 1476 daga. Nú er svo komið að KR-liðið hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár eða síðan liðið vann ÍBV í undanúrslitaleik liðanna 30. júlí 2015. KR vann þann leik 4-1 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Óskar Örn er sá eini af þeim sem er enn hjá KR. Síðustu sex bikarsigrar KR-liðsins hafa komið á móti liðum úr neðri deildum en fjögur af fimm síðustu bikartöpum KR hafa verið á móti úrvalsdeildarliðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.Síðustu sjö bikarsigar KR-inga: 8 liða úrslit 2019: 3-0 sigur á B-deildarliði Njarðvíkur 16 liða úrslit 2019: 2-0 sigur á C-deildarliði Völsungs 32 liða úrslit 2019: 5-0 sigur á C-deildarliði Dalvíkur/Reynis 32 liða úrslit 2018: 7-1 sigur á C-deildarliði Aftureldingar 16 liða úrslit 2017: Sigur í vítakeppni á B-deildarliði ÍR 32 liða úrslit 2017: 4-1 sigur á B-deildarliði Leiknis F.Undanúrslit 2015: 4-1 sigur á A-deildarliði ÍBVSíðustu fimm bikartöp KR-inga 16 liða úrslit 2018: 1-0 tap fyrir A-deildarliði Breiðabliks 8 liða úrslit 2017: 3-2 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar32 liða úrslit 2016: 2-1 tap fyrir B-deildarliði Selfoss Úrslitaleikur 2015: 2-0 tap fyrir A-deildarliði Vals Undanúrslit 2013: 2-1 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Karlalið KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og heimsækir FH í kvöld þar sem í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum. KR-ingar hafa farið Manchester City leiðina í bikarnum í sumar. Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40. KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deildinni, ellefu stigum á undan FH-liðinu en FH fékk hins vegar þremur stigum meira en KR í síðustu umferð. KR vann aftur á móti deildarleik liðanna á sama stað í júní. KR-ingar hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnina hingað til í sumar því liðið hefur aðeins mætt liðum úr Inkasso-deildinni og úr 2. deildinni. Eins og Manchester City í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð hefur ekki reynt mikið á Vesturbæinga hingað til en það breytist allt í kvöld. KR-ingar þurfa þá að gera það sem þeim hefur ekki tekist í 1476 daga. Nú er svo komið að KR-liðið hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár eða síðan liðið vann ÍBV í undanúrslitaleik liðanna 30. júlí 2015. KR vann þann leik 4-1 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Óskar Örn er sá eini af þeim sem er enn hjá KR. Síðustu sex bikarsigrar KR-liðsins hafa komið á móti liðum úr neðri deildum en fjögur af fimm síðustu bikartöpum KR hafa verið á móti úrvalsdeildarliðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.Síðustu sjö bikarsigar KR-inga: 8 liða úrslit 2019: 3-0 sigur á B-deildarliði Njarðvíkur 16 liða úrslit 2019: 2-0 sigur á C-deildarliði Völsungs 32 liða úrslit 2019: 5-0 sigur á C-deildarliði Dalvíkur/Reynis 32 liða úrslit 2018: 7-1 sigur á C-deildarliði Aftureldingar 16 liða úrslit 2017: Sigur í vítakeppni á B-deildarliði ÍR 32 liða úrslit 2017: 4-1 sigur á B-deildarliði Leiknis F.Undanúrslit 2015: 4-1 sigur á A-deildarliði ÍBVSíðustu fimm bikartöp KR-inga 16 liða úrslit 2018: 1-0 tap fyrir A-deildarliði Breiðabliks 8 liða úrslit 2017: 3-2 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar32 liða úrslit 2016: 2-1 tap fyrir B-deildarliði Selfoss Úrslitaleikur 2015: 2-0 tap fyrir A-deildarliði Vals Undanúrslit 2013: 2-1 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira