Bætingin verið framar vonum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2019 18:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ungur og upprennandi kúluvarpari. Fréttablaðið/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira