Fjórtán ára með sex mörk í fyrsta leiknum með 19 ára liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Youssoufa Moukoko fagnar marki með Dortmund. Þau hafa verið 83 á síðustu tveimur tímabilum með sautján ára liði félagsins. Getty/Mika Volkmann Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul. Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul.
Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira