Tónleikagestir til fyrirmyndar þrátt fyrir tvær handtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 10:09 Þorri tónleikagesti þótti haga sér vel á tónleikum Ed Sheeran um helgina. Vísir/vilhelm Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld. Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira