Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?