Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira