Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. ágúst 2019 14:52 Röðin er löng. Vísir/Vésteinn Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira