Ofsóknir fjölmiðla hafi byrjað þegar eiginkona hans var myrt af Manson-fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 16:46 Roman Polanski. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni. Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni.
Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22
Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14