Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 13:13 Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David. Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast. Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast.
Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira