Red Rock tengist ekki þriðja orkupakkanum Ari Brynjólfsson og Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Gunnarsson skrifa 28. ágúst 2019 06:00 Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn Fréttablaðið/Ari Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent