Lán Íbúðalánasjóðs í boði allsstaðar á landinu á köldu markaðssvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. ágúst 2019 20:30 Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur. Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Íbúðalánasjóði er nú heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum þar sem misvægi er í byggingarkostnaði og markaðsvirði. Félags- og barnamálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytinguna á nýjum húsgrunni í einu minnsta þorpi landsins. Breytingin þýðir að sveitarfélög, einstaklingar og félög sem ekki eru drifin af hagnaðarsjónarmiði geta nú sótt um lán til sjóðsins og getur lánsfjárhæðin numið allt að 90% af markaðsvirði. Ásmundur Einar Daðason, undirritaði reglugerðarbreytinguna hér á Drangsnesi á Kaldrananesi. Breyting reglugerðarinnar á sér aðdraganda en sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði, með það að markmiði að styrkja húsnæðismarkaðinn á kaldari markaðssvæðum. Reglugerðarbreytingin nú nær til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. „Þetta er bara lánaflokkur sem er bundinn því skilyrði að sveitarfélög sem fá höfnun á lánsfjármögnun eða einstaklingar sem búa í sveitarfélögum sem fá höfnun á lánsfjármögnun vegna þess að þeir búa á köldu markaðssvæði eða að vaxtakjör séu hærri af þeim sökum og fá höfnun,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Það sem hefur einkennt byggingamarkaðinn sérstaklega í smærri bæjarfélögum er, til að mynda, hár byggingarkostnaður og erfitt aðgengi að lánsfé. Með nýrri lánaleið Íbúðarlánasjóðs er fólki gert kleift að ráðast í byggingu leigu- eða eignaríbúða á svæðum sem erfitt hefur reynst að fá fjármögnun. Lán Íbúðalánasjóðs geta verið til allt að 35 ára og bera lánin vexti samkvæmt ákvörðun stjórnar en skulu þó ekki vera lægri en markaðsvextir á almennum fasteignalánum á virkari markaðssvæðum.Geta allir sem vilja byggja á köldum markaðssvæðum ráðist í það núna og fengið lán hjá Íbúðalánasjóði?„Að því gefnu að það sé skortur á húsnæði og sveitarfélag hafi kortlagt húsnæðisþörfina og skilað inn húsnæðisáætlun og fengið hana staðfesta og að því gefnu að það sé eftirspurn eftir húsnæði þá er það hagur þjóðfélagsins í heild að þar sé byggt,“ bætir Ásmundur við.Markmiðið með reglugerðarbreytingunni er að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum og aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu.Hvenær áttu von á því að sjá árangur af þessari vinnu?„Ég á von á því til dæmis að húsgrunnurinn hér sem stendur fyrir aftan okkur, ég veit að sveitarstjórnin hér hefur þrýst mjög á að við komum þessum lánaflokki af stað og kannski farið af stað í trausti þess að það myndi gerast. Ég á von á því að við séum þegar að byrja að sjá árangurinn og við munum sjá það á næstu vikum og mánuðum og einu-tveimur árum að þetta aftri ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni að það vanti húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar. Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, segir sveitarfélagið vera stórhuga og verið sé að ráðast í framkvæmdir á byggingu parhúss, búið sé að leggja götu og útdeila götunni þremur lóðum. Framkvæmdir í götunni nýju eru þegar byrjaðar. „Núna kíkti félagsmálaráðherra til okkar og við vorum rosalega ánægð með heimsóknina hjá honum og með fréttirnar sem hann hafði okkur að færa.“ Finnur segir það ekki leyndarmál að markaðsbrestur sé víða á landsbyggðinni og fagnar því að verið sé að reyna að vinna bug á honum. Hann vonast til að þetta þýði að frekari uppbygging verði möguleg. „Byggingakostnaðurinn er alltaf sá sami í kring um landið og ef eitthvað er frekar óhagsstæður vegna flutnings en þetta leggst allt á eitt: þegar er góður vilji er hægt að gera góða hluti. Ég vona innilega að hús muni rísa í hverju þorpi í kring um landið út af því að það er frábært að vera úti á landi,“ segir Finnur.
Félagsmál Húsnæðismál Kaldrananeshreppur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira