Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 16:30 Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans.Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan er með þeim á myndinni. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“ Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira