Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:11 Ómar Benediktsson. Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi. Icelandair Markaðir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Icelandair Markaðir Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira