Bielefeld er sögð vera í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalíu en samsæriskenningar þess efnis að borgin, sem stofnuð var árið 1214 og telur yfir 300 þúsund íbúa, væri ekki til birtust í árdaga Internetsins á þýskum spjallborðum.
Achim Hield, notaði Usenet, setti kenninguna fram árið 1993 en frá þeim tíma hefur grínið orðið vinsælla en árið 2012 grínaðist sjálf Angela Merkel, kanslari Þýskalands, með kenninguna. Sagðist hún hafa tekið þátt í viðburði í Bielefeld, ef borgin væri þá til.
Til þess að reyna að færa sönnur á að tilvist Bielefeld sé lygi hefur oft og tíðum verið vísað til þriggja spurninga. Þekkir þú einhvern frá Bielefeld. Hefur þú einhvern tímann komið til Bielefeld og þekkir þú einhvern sem hefur komið til Bielefeld.
Þjóðverjar hafa nú frest til 5. September næstkomandi til þess að afsanna tilvist Bielefeld. Því verður spennandi að fylgjast með því hvort einhverjum takist að sanna kenningu Achim Hield frá því fyrir 25 árum.
Es ist soweit- der Anfang vom Ende der #Bielefeld-Verschwörung ist eingeläutet. Für alle, die an der Behauptung "Bielefeld gibt es nicht" festhalten, gibt es als Anreiz, uns den ultimativen Beweis zu liefern #Million Euro!!!
— Bielefeld JETZT (@BielefeldJETZT) August 21, 2019
https://t.co/MxBpVjwwkN#bielefeldmillion pic.twitter.com/vQwlqjcyMI