CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2019 08:51 Þremenningarnir í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í byrjun júní. fréttablaðið/sigtryggur ari Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða til Landsréttar. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Kjarninn greinir frá þessu og hefur eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra frá því í ágúst til október 2008. Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í mörg ár en héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016. Hreiðar, Sigurður og Magnús voru þá allir sýknaðir en ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50
Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. 19. október 2017 16:06
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45