Mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:30 MAST telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II. Fréttablaðið/Anton Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk. Þó er ekki hægt að útiloka að ísinn sé meðal smitleiða að sögn yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli bakteríur eftir að hafa verið í Efstadal tvö fyrr í sumar. Þeir sem veiktust áttu það öll sameiginlegt að hafa borðað heimagerðan ís á staðnum og beindust spjótin því helst að ísnum. Nú telur Matvælastofnun að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi verið ein af smitleiðum. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Í úðanum sem myndist við háþrýstiþvott geti verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér. „Þá spýtist skítur um loft, veggi og gólf og þá myndast líka úði. Skíturinn getur dreifst og í þessum úða getur verið smitefni, semsagt bakteríur. Þannig háttar til á þessum stað að það er tiltölulega stutt þar sem kálfarnir eru og þar sem fólk situr úti á bekkjum og það eru borð og þar er verið að borða nesti fyrir utan það að snerta kálfana þá getur þetta verið á borðum og stólum og líka í andrúmsloftinu ef það er nýbúið að háþrýstiþvo,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að það geti verið að úðinn hafi borist inn í ísbúðina og í ísinn, því sé ekki hægt að útiloka að ísinn hafi verið meðal smitleiða. Stofnunin mælir með að fólk í landbúnaði og matvælaiðnaði endurskoði starfsvenjur sínar þar sem lágþrýstiþvottur sé æskilegri. Slíkur þvottur myndar ekki úða og óhreinindi dreifast síður.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. 21. ágúst 2019 09:10