Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 11:15 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Þetta kemur fram í umsögn Icelandair Group um drögin að grænbókinni, sem verið hefur til kynningar í Samráðsgáttinni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er skrifaður fyrir umsögninni. Í drögunum er lagt til að það verði stefna íslenskra stjórnvalda að stofnaður verði sjóður til að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli öryggis- og þjónustukröfur. Lagt er til að sú uppbygging fari fyrst fram á Egilsstaðaflugvelli, þar þurfi minnst að gera og því sé hagkvæmt að byggja upp varaflugvöll þar.Hafa áður sagt að staða varaflugvalla sé stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi Hagsmunaaðilar í flugi á Íslandi hafa lengi bent á að mikilvægt sé að tryggja að varaflugvellir séu nægjanlega vel útbúnir til að sinna hlutverki sínu. Í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2023 sagði Bogi, þá starfandi forstjóri Icelandair, til að mynda að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum væru stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÍ umsögn Icelandair nú við drögum að grænbókinni er því fagnað að lagt sé til að áhersla verði lögð á uppbyggingu varaflugvalla. Þá er því fagnað að lagt sé til að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði hraðað og sett í forgang. Bendir félagið á að mikilvægt sé að byggja upp fullnægjandi aðstaða á einum flugvelli sem yrði þá fyrsti varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Félagið hefur bent á að Egilsstaðaflugvöllur sé best fallinn til slíkrar uppbyggingar, m.a. vegna þess að þar er fjallendi langt í burtu og aðkoman hentug með tilliti til vinds, aðflugs og brottfluga,“ segir í umsögn Icelandair um drög að grænbókinni. Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru þrír, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egillsstaðaflugvöllur.Ekki með svigrúm til að mæta auknum álögum til að fjármagna uppbyggingu Í drögunum að grænbókinni er einnig lagt til að innheimt verði hóflegt flugvallagjald af flugrekendum sem renna muni inn í sjóðinn sem fjármagna eigi uppbyggingu varaflugvalla.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Í umsögn Icelandair bendir Bogi á að slíkt gjald muni aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Bendir Bogi á að slík gjaldtaka gæti verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm sé hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur. „Miðað við álagningu gjalds að fjárhæð 300 kr. á hvern flugfarþega myndi gjaldtakan þýða auknar álögur að fjárhæð 1,5 milljarða kr. á Icelandair Group. Til samanburðar skilaði félagið tapi að fjárhæð 6,4 milljörðum kr. á árinu 2018 og hlýtur því að gefa augaleið að svigrúm til aukinnar álagningar gjalda er ekkert. Þvert á móti væri nauðsynlegt að auka samkeppnishæfni íslenskra flugrekenda með því að létta á þeim álögum sem nú eru til staðar.“Vilja frekar að hluti skatttekna vegna erlendra ferðamanna renni til uppbyggingar Þá bendir félagið á að Icelandair, sem og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, hafi átt stóran þátt í endurreisn íslenska hagkerfisins eftir hrun árið 2008. Eðlilegra væri að hluti þeirra skattekna sem fylgt hefur fjölgun á komu ferðamanna hingað til lands rynni til uppbyggingar varaflugvalla, í stað þess að auka álögur á flugrekendur. „Væri það mun eðlilegri og sanngjarnari leið í stað þess að draga enn frekar úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með frekari sértækum gjöldum sem leggjast á erlenda ferðamenn.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. Þetta kemur fram í umsögn Icelandair Group um drögin að grænbókinni, sem verið hefur til kynningar í Samráðsgáttinni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er skrifaður fyrir umsögninni. Í drögunum er lagt til að það verði stefna íslenskra stjórnvalda að stofnaður verði sjóður til að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli öryggis- og þjónustukröfur. Lagt er til að sú uppbygging fari fyrst fram á Egilsstaðaflugvelli, þar þurfi minnst að gera og því sé hagkvæmt að byggja upp varaflugvöll þar.Hafa áður sagt að staða varaflugvalla sé stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi Hagsmunaaðilar í flugi á Íslandi hafa lengi bent á að mikilvægt sé að tryggja að varaflugvellir séu nægjanlega vel útbúnir til að sinna hlutverki sínu. Í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2023 sagði Bogi, þá starfandi forstjóri Icelandair, til að mynda að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum væru stærsta ógn við öryggi í flugi til og frá Íslandi.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÍ umsögn Icelandair nú við drögum að grænbókinni er því fagnað að lagt sé til að áhersla verði lögð á uppbyggingu varaflugvalla. Þá er því fagnað að lagt sé til að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði hraðað og sett í forgang. Bendir félagið á að mikilvægt sé að byggja upp fullnægjandi aðstaða á einum flugvelli sem yrði þá fyrsti varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Félagið hefur bent á að Egilsstaðaflugvöllur sé best fallinn til slíkrar uppbyggingar, m.a. vegna þess að þar er fjallendi langt í burtu og aðkoman hentug með tilliti til vinds, aðflugs og brottfluga,“ segir í umsögn Icelandair um drög að grænbókinni. Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru þrír, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egillsstaðaflugvöllur.Ekki með svigrúm til að mæta auknum álögum til að fjármagna uppbyggingu Í drögunum að grænbókinni er einnig lagt til að innheimt verði hóflegt flugvallagjald af flugrekendum sem renna muni inn í sjóðinn sem fjármagna eigi uppbyggingu varaflugvalla.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jóhann K.Í umsögn Icelandair bendir Bogi á að slíkt gjald muni aðallega leggjast á íslenska flugrekendur, enda þeir umfangsmestir í flugi til og frá Íslandi, sem og í innanlandsflugi. Bendir Bogi á að slík gjaldtaka gæti verið ólögmæt, auk þess sem að ekkert svigrúm sé hjá íslenskum flugrekendum til að takast á við auknar álögur. „Miðað við álagningu gjalds að fjárhæð 300 kr. á hvern flugfarþega myndi gjaldtakan þýða auknar álögur að fjárhæð 1,5 milljarða kr. á Icelandair Group. Til samanburðar skilaði félagið tapi að fjárhæð 6,4 milljörðum kr. á árinu 2018 og hlýtur því að gefa augaleið að svigrúm til aukinnar álagningar gjalda er ekkert. Þvert á móti væri nauðsynlegt að auka samkeppnishæfni íslenskra flugrekenda með því að létta á þeim álögum sem nú eru til staðar.“Vilja frekar að hluti skatttekna vegna erlendra ferðamanna renni til uppbyggingar Þá bendir félagið á að Icelandair, sem og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, hafi átt stóran þátt í endurreisn íslenska hagkerfisins eftir hrun árið 2008. Eðlilegra væri að hluti þeirra skattekna sem fylgt hefur fjölgun á komu ferðamanna hingað til lands rynni til uppbyggingar varaflugvalla, í stað þess að auka álögur á flugrekendur. „Væri það mun eðlilegri og sanngjarnari leið í stað þess að draga enn frekar úr samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með frekari sértækum gjöldum sem leggjast á erlenda ferðamenn.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30. október 2018 14:15