Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en áréttað er að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur 3725 Íslendinga árið 2018 samkvæmt álagningarskrá og þær þurfi ekki að endurspegla föst laun. Munurinn geti falist í launum fyrir nefndarsetu, önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga eða bónusa.
Áttatíu forstjórar eru með um og yfir þrjár milljónir króna í mánaðartekjur og af þeim eru níu konur. Lægstu forstjóralaunin í blaðinu eru laun Bjarna Ármannssonar forstjóra Iceland Seafood 593 þúsund krónur.
Starfsmenn fjármála-og tryggingafyrirtækja eru með hæstu meðallaunin á landinu eða um milljón á mánuði.
Arnar Scheving Thorsteinsson, fjármálastjóri, er með hæstu mánaðartekjurnar um 9,6 milljónir.
37 starfsmenn fjármálafyrirtækja eru með um og yfir þrjár milljónir í mánaðarlaun og eru sjö konur í þeirra hópi. Þá eru bankastjórar Arion, Íslandsbanka og Landsbankans á meðal þeirra.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands sá eini sem er með yfir þrjár milljónir úr hópi forseta, alþingismanna og ráðherra en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með 2,8 milljónir og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með tæpar 2,2 milljónir króna á mánuði.