Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 13:10 Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Fréttablaðið/ANTON BRINK Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“ Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“
Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15