Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 21:48 22 voru myrtir í skotárás í Walmart í El Paso í Texas. AP/Andres Leighton Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira