Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Íþróttadeild skrifar 7. september 2019 18:01 Kolbeinn skorar fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu. vísir/daníel Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30