Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. september 2019 21:18 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, mótmælir nýju fjárlagafrumvarpi harðlega. Stöð 2 Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi. Persónuafsláttur verður þó lækkaður og skattar á millitekjufólk hækka. Ýmis gjöld verða hækkuð um áramótin. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í dag. Fjárlagafrumvarp næsta árs var kynnt í morgun og verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag. Fjármálaráðherra greindi frá því að tekjuskattur á lægstu laun verður lækkaður hraðar en áður var gert ráð fyrir- eða í tveimur en ekki þremur áföngum eins og ríkisstjórnin hafði áætlað.„Það sem er nýtt í þessu og setur spennu á fjármálaáætlunar áformin er árið 2021. Að öðru leyti er þetta fyllilega í samræmi við fjármálaáætlun. Við erum í raun og veru að segja að við ætlum að forgangsraða í þágu þess að flýta skattalækkun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.FjármálaráðuneytiðUm áramótin verður til þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa. Tekjuskattur á laun upp að 352 þúsund krónum lækkar þá um tæp tvö prósent. Á þarnæsta ári fer skattbyrðin á þennan hóp niður í 31,4 prósent og nemur heildarlækkunin þá fimm og hálfu prósenti. „Hér eru mjög fjölmennir hópar öryrkja og margra á lífeyrisaldri,“ segir Bjarni.Útgjaldaaukning umtalsverð milli ára Skattur á tekjur frá neðsta þrepi og upp að 989 þúsund krónum hækkar hins vegar um eitt prósent á tímabilinu og skattur á hærri tekjur stendur óhaggaður. Samhliða þessu lækkar persónuafsláttur um fimm þúsund krónur. „Mestu munar þetta fyrir þá sem eru á lægstu launum en þar verður skattalækkunin um 120 þúsund krónur á ári,“ segir Bjarni. Til stendur að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um tvö og hálft prósent um áramótin. Þar má nefna útvarpsgjald sem fer úr 17.500 krónur í tæpar 18 þúsund krónur, Sama hækkun er á áfengis og tóbaksgjöldum, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, og gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra. Sóknargjald hækkar um hálft prósentustig. Útgjaldaaukningin er umtalsverð milli ára. Þar af um níu milljarða vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og kólnunar í hagkerfinu. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, 220 milljónir eru lagðar í aðgerðir til að auka nýliðun kennara og fjárheimildir fyrir byggingu á nýjum Landspítala er hækkuð um 3,8 milljarða.Útgjöld vegna sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum 2020.Eitthvað gæti þó enn breyst vegna óvissu í efnahagslífinu. Það eru svona fínstillingar á tekju- og gjaldahliðinni sem gæti mögulega þurft þegar ný þjóðhagsspá lítur dagsins ljós í haust en ég á ekki von á neinum meiriháttar breytingum.Segir auðlegðarskatt eða stóreignaskatt eigi að skoða Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi á þriðjudag og verður líklega tekist hart á um það. Ein þeirra sem mun mótmæla frumvarpinu er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þetta frumvarp er byggt á fjármálaáætluninni sem var samþykkt í vor og við í Samfylkingunni við gagnrýndum hana harðlega. Við lögðum til breytingartillögur, við vildum verja velferðina í niðursveiflunni. Við vildum leggja meira til skólanna, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks, leggja meira í nýsköpun og rannsóknir og til húsnæðismála og loftslagsmála,“ segir Oddný.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Sunna„Á þessa gagnrýni var ekki hlustað en sú gagnrýni stendur enn því að engu er þarna um breytt.“ Oddný segir mjög undarlegt að engar breytingar hafi verið gerðar á skattlagningu hæsta launaflokks. Þá sé undarlegt að ríkisstjórnin skuli standa vörð um þann hóp í samfélaginu sem hafi fengið að njóta uppsveiflunnar. „[Ríkisstjórnin] gerir ekki þá kröfu að þeir leggi aukið til í gegn um skattkerfið í niðursveiflunni en það ættum við auðvitað að gera til þess að afla tekna, til þess að hafa borð fyrir báru á óvissutímum og auka jöfnuð um leið,“ segir Oddný. Hún segir fleiri skattþrep vanta og þrepaskipta þurfi fjármagnstekjuskatt. Á Íslandi sé lægstur fjármagnstekjuskattur á Norðurlöndunum. Þá þurfi að skoða auðlegðarskatt eða stóreignaskatt.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira