Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 08:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Sunna Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi árið 2020. Þetta kom fram við kynningu Bjarna Benediktssonar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 í morgun. Ráðherra sagði það vera í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára, þótt dregið verði úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir 920 milljarða króna tekjum ríkissjóðs og að gjöld nemi 919 milljörðum. Áætlaður afgangur sé því einn milljarður. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að þetta sé gert til þess að „skapa skilyrði fyrir hagkerfið til að leita fyrr jafnvægis og fá fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið, með það að leiðarljósi að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.“Sjá einnig: Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Meðal stærstu tíðinda frumvarpsins er að tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um, þannig að lækkunin kemur að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Við þessa aðgerð hækka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Er heildarumfang hennar á ári um 21 ma.kr. sem samsvarar um 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga. Er þetta mikilvægur liður í því að styðja við heimilin þegar hægir á í atvinnulífinu.FjármálaráðuneytiðAuk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69% í 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.Stórsókn í vegamálum Ennfremur segir að framundan sé stórsókn í vegamálum og stefnt sé að kostnaðarþátttöku í flugfargjöldum innanlands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Breytingar á LÍN séu fjármagnaðar, ráðist verður í aðgerðir til auka nýliðun kennara og efla starfsnám og framlög til vísinda- og rannsóknasamstarfs verða aukin. „Orkuskipti verða styrkt með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði. Framlög til loftslagslagsmála hækka og renna meðal annars til bindingar kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis, en einnig aukast framlög til landvörslu og miðhálendisþjóðgarðs. Undirbúnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkrun, áfram verður unnið að eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar, og uppbyggingu hjúkrunarrýma.FjármálaráðuneytiðUnnið er að því að auka gæði í þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra og framlög aukin í samræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnuþátttöku aldraðra, réttur foreldra til fæðingarorlofs lengdur og framlög til barnabóta aukin. Einnig verða framlög tryggð til húsnæðismála í tengslum við nýlega lífskjarasamninga og boðaðar eru aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.Í tilkynningunni segir að aukinn kraftur sé lagður í uppbyggingu nýs Landspítala.Vísir/VilhelmUmhverfis- og loftslagsmál Áherslur í loftslags- og umhverfismálum eru sagðar koma skýrt fram, þar sem framlög til umhverfismála hafi vaxið um liðlega 24 prósent að raungildi frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. „Þau hafa m.a. skilað sér í viðamiklum aðgerðum í loftslagsmálum, stórfelldri uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og aukinni landvörslu. Auk þess má nefna jákvæða hvata í umhverfismálum, þar sem gert er ráð fyrir auknum stuðningi við kaup á heimahleðslustöðvum og útleigu umhverfisvænna bifreiða.Velferðar- og heilbrigðismál í forgrunni Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til stuðnings samningunum. Heildarumfang boðaðra aðgerða á tímabili samninganna er áætlað um 80 ma.kr. en áhrif aðgerðanna á árinu 2020 munu nema ríflega 16 ma.kr. Auk breytinga á tekjuskattskerfinu sem kynntar voru í aðdraganda kjarasamninga, fela aðgerðir ríkisins í sér lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og fjölmargar aðgerðir til að auðvelda íbúðarkaup. Flestar þessara aðgerða koma til framkvæmda á árinu 2020 og birtast í auknum framlögum, einkum til félags- og húsnæðismála.Mótvægi við hagsveifluna Góð staða ríkisfjármálanna gefur stjórnvöldum tækifæri til að veita efnahagslífinu viðspyrnu og vinna gegn niðursveiflunni með öflugri opinberri fjárfestingu, nú þegar dregur úr atvinnuvegafjárfestingu. Alls nema framlög til fjárfestinga ríflega 78 ma.kr. og hafa aukist um rúma 27 ma.kr. að raungildi frá árinu 2017. Meðal stórra verkefna má nefna: - Fjárfestingar í samgöngum upp á 28 ma.kr - Aukinn kraft í uppbyggingu nýs Landspítala, 8,5 ma. - Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna - Framlög vegna smíði nýs hafrannsóknarskips - Byggingu Húss íslenskunnar Svigrúm ríkissjóðs til þess að bregðast við hægari gangi í hagþróuninni má fyrst og fremst þakka agaðri fjármálastjórn undangenginna ára. Jákvæð afkoma, stöðugleikaframlög vegna losunar fjármagnshafta og aðrar óreglulegar tekjur á borð við arðgreiðslur hafa nýst til að lækka skuldir ríkisins verulega, sem á næsta ári er gert ráð fyrir að fari í 22%,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi árið 2020. Þetta kom fram við kynningu Bjarna Benediktssonar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 í morgun. Ráðherra sagði það vera í samræmi við nýlega endurskoðun á fjármálastefnu til fimm ára, þótt dregið verði úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir 920 milljarða króna tekjum ríkissjóðs og að gjöld nemi 919 milljörðum. Áætlaður afgangur sé því einn milljarður. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að þetta sé gert til þess að „skapa skilyrði fyrir hagkerfið til að leita fyrr jafnvægis og fá fótfestu fyrir nýtt hagvaxtarskeið, með það að leiðarljósi að stuðla að stöðugleika og bættum lífskjörum.“Sjá einnig: Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Meðal stærstu tíðinda frumvarpsins er að tekjuskattur einstaklinga verður lækkaður hraðar en áform voru um, þannig að lækkunin kemur að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Við þessa aðgerð hækka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Er heildarumfang hennar á ári um 21 ma.kr. sem samsvarar um 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga. Er þetta mikilvægur liður í því að styðja við heimilin þegar hægir á í atvinnulífinu.FjármálaráðuneytiðAuk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69% í 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.Stórsókn í vegamálum Ennfremur segir að framundan sé stórsókn í vegamálum og stefnt sé að kostnaðarþátttöku í flugfargjöldum innanlands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Breytingar á LÍN séu fjármagnaðar, ráðist verður í aðgerðir til auka nýliðun kennara og efla starfsnám og framlög til vísinda- og rannsóknasamstarfs verða aukin. „Orkuskipti verða styrkt með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði. Framlög til loftslagslagsmála hækka og renna meðal annars til bindingar kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis, en einnig aukast framlög til landvörslu og miðhálendisþjóðgarðs. Undirbúnar verða aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkrun, áfram verður unnið að eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar, og uppbyggingu hjúkrunarrýma.FjármálaráðuneytiðUnnið er að því að auka gæði í þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra og framlög aukin í samræmi við fyrri áform til að bæta kjör öryrkja. Stuðlað verður að atvinnuþátttöku aldraðra, réttur foreldra til fæðingarorlofs lengdur og framlög til barnabóta aukin. Einnig verða framlög tryggð til húsnæðismála í tengslum við nýlega lífskjarasamninga og boðaðar eru aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.Í tilkynningunni segir að aukinn kraftur sé lagður í uppbyggingu nýs Landspítala.Vísir/VilhelmUmhverfis- og loftslagsmál Áherslur í loftslags- og umhverfismálum eru sagðar koma skýrt fram, þar sem framlög til umhverfismála hafi vaxið um liðlega 24 prósent að raungildi frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. „Þau hafa m.a. skilað sér í viðamiklum aðgerðum í loftslagsmálum, stórfelldri uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og aukinni landvörslu. Auk þess má nefna jákvæða hvata í umhverfismálum, þar sem gert er ráð fyrir auknum stuðningi við kaup á heimahleðslustöðvum og útleigu umhverfisvænna bifreiða.Velferðar- og heilbrigðismál í forgrunni Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til stuðnings samningunum. Heildarumfang boðaðra aðgerða á tímabili samninganna er áætlað um 80 ma.kr. en áhrif aðgerðanna á árinu 2020 munu nema ríflega 16 ma.kr. Auk breytinga á tekjuskattskerfinu sem kynntar voru í aðdraganda kjarasamninga, fela aðgerðir ríkisins í sér lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og fjölmargar aðgerðir til að auðvelda íbúðarkaup. Flestar þessara aðgerða koma til framkvæmda á árinu 2020 og birtast í auknum framlögum, einkum til félags- og húsnæðismála.Mótvægi við hagsveifluna Góð staða ríkisfjármálanna gefur stjórnvöldum tækifæri til að veita efnahagslífinu viðspyrnu og vinna gegn niðursveiflunni með öflugri opinberri fjárfestingu, nú þegar dregur úr atvinnuvegafjárfestingu. Alls nema framlög til fjárfestinga ríflega 78 ma.kr. og hafa aukist um rúma 27 ma.kr. að raungildi frá árinu 2017. Meðal stórra verkefna má nefna: - Fjárfestingar í samgöngum upp á 28 ma.kr - Aukinn kraft í uppbyggingu nýs Landspítala, 8,5 ma. - Kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna - Framlög vegna smíði nýs hafrannsóknarskips - Byggingu Húss íslenskunnar Svigrúm ríkissjóðs til þess að bregðast við hægari gangi í hagþróuninni má fyrst og fremst þakka agaðri fjármálastjórn undangenginna ára. Jákvæð afkoma, stöðugleikaframlög vegna losunar fjármagnshafta og aðrar óreglulegar tekjur á borð við arðgreiðslur hafa nýst til að lækka skuldir ríkisins verulega, sem á næsta ári er gert ráð fyrir að fari í 22%,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira